Af hverju eiga krakkar að kjósa þinn flokk?

Hvernig ætlar þinn flokkur að tryggja réttindi barna og sinna hagsmunum þeirra?

vidreisn.png

Um flokkinn

Nafn stjórnmálaflokks:

Viðreisn

 

Viðmælandi:

Gylfi Ólafsson

 
Hvaða dýr er táknrænt fyrir stjórnmálaflokkinn þinn?

Einhyrningur er táknrænn fyrir Viðreisn vegna þess að einhyrningar táknar töframátt og endalausa möguleika.

 

Hvaða þýðingu hefur litur flokksins?

Blái liturinn táknar heiðan himinninn en guli liturinn táknar hlýja sólina.

 

Hvaða þýðingu hefur bókstafur flokksins?

Bókstafur viðreisnar er C og stendur fyrir umhyggju og opið samfélag.

 
Hvernig ætlar flokkurinn að velja talsmann barna á Alþingi?

Allir þingmenn Viðreisnar verða talsmenn barna.

 
Hvernig er stefna flokksins barnvæn?

Með því að móta Íslandi góða framtíð hugsum við um framtíð barnanna. Viðreisn vill gera skólana okkar ennþá betri, með því að leggja áherslu bæði á skapandi nám og heilbrigt líf. Viðreisn er líka jafnréttissinnaður flokkur sem leggur mikla áherslu á fjölskylduvænt samfélag og sjálfbæra umgengni um náttúruna.

 

Hvernig ætlar flokkurinn að leita eftir röddum barna?

Það skiptir máli þegar við mótum stefnu um málefni barna að við tölum við börn um það sem þeim liggur á hjarta, en ekki bara að tala um börn. Ein skemmtileg leið til þess gæti verið að halda sérstakt Alþingi barnanna sem kæmi saman árlega og fjallaði um málefni sem börnum eru hugleikin.

 

Hvernig ætlar stjórnmálaflokkurinn vinna að réttindum barna, inni á Alþingi?

Viðreisn ætlar að taka tillit til sjónarmiða barna í allri stefnumótun, þannig að í öllum málum sem við ræðum hugsum við: hvaða þýðingu hefur þetta mál fyrir börn? Það er gott að alast upp á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa löggfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en við höfum enn ekki tileinkað okkur nægilega vel að hafa hann alltaf efst í huga þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar.