Saga tölvunnar: Tölvan til tunglsins

Þann 20. júlí árið 1969 steig geimfarinn Neil Armstrong út úr Apollo 11 geimfarinu og sagði hin heimsfrægu orð: “Þetta er stórt skref fyrir mann, risastökk fyrir mannkynið.” En ef ekki hefði verið fyrir tölvur hefði Armstrong sagt harla fátt – aðallega vegna þess að hann hefði ekki komist til tunglsins. Tölvur skiptu nefnilega höfuðmáli þegar kom að geimferðum og gera það enn þann dag í dag. Krafturinn í tölvunni sem kom geimförunum til tunglsins var varla meiri en í vasareikni nútímans, en náði samt að koma þeim 356 þúsund km leið og aftur til baka. Stýrikerfi Appollo-geimflaugarinnar var kallað AGC (Appollo Guiadance Computer) og virkaði þannig að geimfararnir stimpluðu inn nafn- og sagnorð eftir því hvað þeir vildu að geimflaugin myndi gera. Í dag eru til brauðristir sem geta tekið við flóknari skipunum en það. En það þurfti ekki bara tölvur til að koma þeim til tunglsins – það að koma þeim aftur heim krafðist svo mikillar nákvæmni að geimförunum var ekki treyst fyrir því. Tölvur reiknuðu út hvaða leið væru best og svo tók forritið við og stýrði geimflauginni. Geimfararnir komust aftur heim, nokkrum dögum síðar, heilir á húfi.

Ef þú eða einhver sem þú þekkir eigið snjallsíma skaltu vita það að síminn er kraftmeiri en tölvurnar sem sendu fyrstu mennina til tunglsins. Þetta sýndi okkur þó að hægt er að treysta tölvum fyrir mannslífum.