Saga tölvunnar: Hvað eru forrit (tungumál tölva)?

Ef þú hefur farið í tölvu hefurðu opnað forrit. Ef þú hefur skrifað ritgerð, farið á Netið, spilað tölvuleik, horft á bíómynd í tölvunni þinni eða skoðað póstinn þinn hefurðu opnað forrit. Forrit eru það sem dregur okkur að tölvunni. Sum þeirra eru sérstaklega hönnuð til að auðvelda okkur lífið, eins og til dæmis ritvinnsluforrit og önnur eru hönnuð eins og hálfgerð dægradvöl, eins og til dæmis tölvuleikir. Að grunni til er forrit röð skipanna sem segir tölvu að gera eitthvað: til dæmis birta texta á skjá, prenta skjal, reikna stærðfræðidæmi eða senda skilaboð.

Forrit tala nokkur mismunandi forritunarmál, alveg eins og við mannfólkið tölum mismunandi tungumál. Dæmi um forritunarmál sem margir þekkja eru forritunarmálin Java, C++ og Pascal. Þessi forritunarmál eru samt langt frá því að vera eitthvað sem við mennirnir getum lesið – ekki frekar en tölvan skilur mannamál. Þess vegna þarf þýðanda. Þýðandinn er forrit sem vaknar til lífsins þegar við sláum skipun inn í tölvuna okkar. Þýðandinn þýðir skipunina yfir á tungumál sem tölvan skilur (vélarmál) og þá gerir tölvan það sem hún á að gera. Í hvert einasta skipti sem þú gerir eitthvað í forriti fer þetta svakalega samtal af stað – án þess einu sinni að þú takir eftir því.