Áskorun 4 - Handahófskennd tala

Fjórða áskorun Forritunarleikanna er handahófskennd tala sem birtist á skjánum.

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />

Mikilvægt er að breyta nafninu á forritinu í hvert skipti. Smellum í reitinn efst til vinstri þar sem stendur á ensku „Untitled“. Þegar við sækjum forritið á eftir þá ber það heitið Microblikk eða það nafn sem við veljum. Þetta er gert til að auðvelda okkur að aðgreina forritin í sundur.

Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við þrjá flokka, „Basic“, „Input“, „Math“ og „Variables“. 

< Skref 3. />
Í skrefi 3 notum við „on button A pressed“, „set item to“, „pick random number“, „variable x“ og „show number“. Byrjum á því að nota „on button A pressed“ og „set item to“ sem er undir „Variables“. Takið eftir því að ef við smellum á „item“ þá getum við smellt á „rename variable“ og skulum við breyta nafninu á breytunni í x. Það er algengt í forritun að nota breytur og munum kynnast því nánar í næstu áskorunum. Eftir að hafa breytt breytu heitinu förum við í „Math“ flokkinn og veljum „pick random number to“ sem lætur forritið velja einhverja tölu af handahófi frá 0 til 8 eins og myndin sýnir. Ef þið smellið á tölustafinn 8 getið þið breytt tölunni. Að lokum notum við „show number“ úr „Basic“ flokknum nema í staðinn fyrir að birta ákveðna tölu látum við forritið birta tölu af handahófi. Þar sem breytan x  er handahófskennd tala á bilinu 0 til 8, í þessu tilviki, þá skulum við fara í „Variables“ og draga breytuna x inn í „show number“.

20172002_askorun4_1.png

 

< Skref 4. />
Í skrefi fjögur viljum við bæta við „on button B pressed“. Til að velja breyta um hnapp þá er hægt að smella í felligluggann þar sem stendur A og þar er hægt að velja á milli B og A + B. Þegar við ýtum á hnapp B látum við hreinsa skjáinn með því að fara í „Basic“ flokkinn og velja „clear screen“.

20172002_askorun4_2.png

 

Áskorun

Þegar við erum búin að setja þessa skrá inn á Micro:Bit tölvuna höfum við búað til forrit sem birtir handahófs kennda tölu á Micro:Bit smátölvunni.. Prófaðu að búa til fleiri forrit með bekkjarfélögum þínum og taktu myndband af Micro:Bit tölvunni og sendu okkur.