Áskorun 11 - Hitamælir

Ellefta áskorun Forritunarleikanna er hitamælir.

< Skref 1. />
Fyrsta sem við gerum er að opna ritilinn. Hann má opna með því að smella hér.

< Skref 2. />

Mikilvægt er að breyta nafninu á forritinu í hvert skipti. Smellum í reitinn efst til vinstri þar sem stendur á ensku „Untitled“. Þegar við sækjum forritið á eftir þá ber það heitið Microblikk eða það nafn sem við veljum. Þetta er gert til að auðvelda okkur að aðgreina forritin í sundur.

Í myndbandinu að ofan kom fram að í þessu verkefni notum við þrjá flokka, „Basic“, „Input“ og „Variables“. 

< Skref 3. />
Við viljum birta hitastigið þegar við notum „on shake“. Til að gera það þurfum við að fara í viðeigandi flokk og velja „on shake“ sem framkvæmir aðgerð í hvert skipti sem smátölvan er hrisst. Til að mæla hitastigið búum við til breytu „temp“ undir flokknum „variables“. Algengast er, á Íslandi, að mæla hitastig í celsíus og notum við þá mælieiningu líka. Undir flokknum „input“ er valmöguleiki sem við ætlum að nota, „temperature (°C)“. Til að sýna hitann þurfum við að sýna breytuna „temp“ sem segir okkur hitastigið sem smátölvan gefur okkur. Notum „show number“ og förum í „variables“ og látum „temp“ breytuna okkar inn í „show number“.

20170702_askorun11_0

 

< Skref 4. />
Bætum við einu auka skrefi sem birtir streng á undan eða eftir eins og myndin sýnir.

20170702_askorun11_1

 

 

Áskorun

Þegar við erum búin að setja þessa skrá inn á Micro:Bit tölvuna höfum við búað til forrit sem er hitamælir á Micro:Bit smátölvunni.. Prófaðu að búa til fleiri forrit með bekkjarfélögum þínum og taktu myndband af Micro:Bit tölvunni og sendu okkur.