Viðburðir í sumar

30. maí 2019 - 18:51

Það eru örugglega margir fegnir að komast í sumarfrí enda mjög margt skemmtilegt að gerast. Mjög margir fara í ferðalög, bæði um Ísland og til útlanda og fara á spennandi sumarnámskeið. 

Við minnum líka á heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta í Frakklandi þar sem bestu kvennalandslið heims keppa um heimsmeistaratitilinn. Keppnin byrjar 7. júní og stendur til 7. júlí og allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV og RÚV tvö.  

Það verður líka líf og fjör þegar Sögur - verðlaunahátíð fer fram í annað sinn næsta sunnudagskvöld! Þá kemur í ljós hvað krökkum fannst standa upp úr í barnamenningu á Íslandi árið 2018 þar sem sögur fyrir og eftir krakka verða verðlaunaðar. Hátíðin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV og byrjar klukkan korter í átta.