Trúðadagurinn í Perú

29. maí 2019 - 18:50

Hundruð manna klæddust skrautlegum og litríkum búninga í Perú um helgina þegar trúðadagurinn var haldinn hátíðlegur. 

Risastór skrúðganga eða trúðganga var haldinn í borginni Lima í Perú á laugardaginn. Trúðadagurinn í Perú er haldinn á hverju ári og er orðinn þekktur um heim allan.  

Fjöldi fólks, bæði atvinnu- og áhugatrúðar, klæða sig í sitt fínasta trúðapúss og ganga um bæinn. Fjölbreyttur hópur sirkuslistafólks tekur einnig þátt í göngunni og fagnar með trúðunum.