Skrautlegt hlaup á gamlárs

02. janúar 2019 - 19:51

Það var skrautlegur hópur sem skellti sér í Gamlárshlaup ÍR á síðasta degi ársins en þar voru meðal annars mættar ofurhetjur, fangar og jólasveinar. 

Það er algengt að fólk mæti í hlaupið í grímubúningum og einn hlauparinn sagði að það snerist líka um að njóta en ekki þjóta. Gamlárshlaup ÍR er árlegt og þetta er í fertugasta og þriðja sinn sem það fer fram. Í ár var metfjöldi skráður til leiks eða tæplega nítján hundruð manns en um þrettán hundruð af þeim náðu að klára hlaupið.

Ingveldur Hafdís Karlsdóttir, hlaupastjóri, fannst líklegt að fólk hefði hætt við að mæta þegar það hefði vaknað í myrkrinu um morguninn og heyrt í vindinum.