Öfugt jóladagatal

18. desember 2018 - 19:57

Fjölskylda á Djúpavogi ákvað að kaupa engin jóladagatöl í ár heldur henda óþarfa hlutum á heimilinu. Þegar jólin koma verða þau búin að losa sig við meira en 2000 hluti. 

Við Hammersminni á Djúpavogi býr sjö manna fjölskylda. Þau hafa verið að losa sig við allskonar dót á hverjum degi á aðventunni. Þetta er eiginlega eins og öfugt jóladagatal. Stundum safnast upp hlutir sem eru ekki mikið notaðir og að losa sig við þá getur gjörbreytt herbergjunum.