Leyfa giftingar samkynhneigðra

28. maí 2019 - 18:51

Lög sem leyfa fólki af sama kyni að ganga í hjónaband voru samþykkt á þinginu í Taívan nú fyrir helgi. 

Landið er þar með það fyrsta í Asíu sem samþykkir lög um hjónaband samkynhneigðra og fjöldi fólks fagnaði á götum Taipei þegar það var tilkynnt. 

Fjöldi para hélt upp á dag­inn og í ráðhúsinu í Taipei var haldin fjölda­hjóna­vígsla þar sem yfir 20 pör voru gef­in sam­an. Nokkur hundruð í viðbót hafa skráð sig og hyggjast gifta sig á næstunni. 

Þá héldu þrjú pör upp á dag­inn með sameiginlegri hjóna­vígslu til að fagna þessum sigri fyr­ir bar­áttu­fólk fyr­ir rétt­ind­um hinsegin fólks á eyj­unni. Þau hafa barist fyr­ir jafn­rétti í um tuttugu ár.