Golden Globe verðlaunin

11. janúar 2016 - 15:53

Gloden Globe verðlaunin voru veitt í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í sjötugasta og þriðja skipti sem verðlaunin eru veitt.  

Gloden Globe eru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun samtaka erlendra fréttamanna í Hollywood í Bandaríkjunum. Þau eru mjög virt og þykja gefa góða vísbendingu um hvaða bíómyndir hreppi Óskarsverðlaunin, sem eru veitt í febrúar.  

Kvikmyndin The Revenant hlaut þrenn verðlaun, en þar á meðal var hún valin besta kvikmyndin í flokki dramamynda. Leonardo DiCaprio var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Mr. Robot var valin besta sjónvarpsþáttaröðin í flokki dramaþátta, en Mozart in the jungle í flokki gamanþátta. Gloden Globe verðlaunin fyrir bestu teiknimyndina hlaut myndin Inside Out.