Fyrsta barn ársins

02. janúar 2019 - 19:54

Það er alltaf spennandi að heyra hvar fyrsta barn ársins fæðist og í ár var aðeins lengri bið eftir því en stundum áður. 

Klukkan var þrjár mínútur yfir sex í morgun þegar lítil stelpa fæddist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Hún var rúmar fjórtán merkur og fimmtíu og einn sentimetri. Foreldrar hennar heita Hjördís Indriðadóttir og Hannes Björnsson og eiga heima í Reykjavík. Fæðingin gekk vel og við bjóðum hana velkomna í heiminn.