Frjósemi í Kjós

28. maí 2019 - 18:50

Óvenjumikil frjósemi er á bænum Kiðafelli en sextíu ær báru þremur lömbum hver. 

Það hefur verið mikið að gera hjá bóndanum á Kiðafelli í Kjós. Margar kindurnar hans hafa borið þremur lömbum eða ein af hverjum þremur og það þykir óvenjulegt.  „Þær tóku svolítið hressilega af lýsi og það skilaði sér greinilega í mikilli frjósemi. Miklu meiri frjósemi en við erum vön. Ég hugsa að þetta sé nú með því mesta sem gerst hefur sko,“ segir Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli.