Frakkland með gullið á EM

18. desember 2018 - 19:34

Frakkland eru Evrópumeistarar í handbolta kvenna í fyrsta sinn eftir spennandi úrslitaleik um helgina við Rússland. 

Frakkar eru núverandi heimsmeistarar. Leikurinn fór fram á heimavelli liðsins í París og það fékk þess vegna góðan stuðning úr stúkunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Frakkland og Rússland etja kappi. Rússland vann gullið á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveimur árum, eftir sigur á Frökkum og liðin tvö mættust einmitt í fyrstu umferð EM og þá unnu Rússar líka.  

Úrslitaleikurinn endaði 24-21, Frakklandi í vil og það brutust út mikil fagnaðarlæti í höllinni þegar hinn langþráði bikar fór á loft.